logo


Hugveitan í hnotskurn Prenta út

Hugveitan er nýstárleg nálgun á rafrænt lýðræði. Hún er vefkerfi sem mun geta veitt almenningi greiðan aðgang að stjórnkerfi landsins. Henni er ætlað að sameina kosti umræðu- og athafnastjórnmála og finna jafnvægi milli fulltrúalýðræðis og beinnar þátttöku borgaranna. Með henni er leitast við að gera afskipti almennings af málefnum samfélagsins jafn einföld og örugg og notkun á heimabanka og jafn áhrifarík eins og gæði og framsetning hugmynda hvers og eins gefur tilefni til.

 

Hugmyndin er að á Hugveitunni geti borgarar landsins unnið í samvinnu við hverja aðra og í samvinnu við stjórnvöld við að útfæra hugmyndir og leggja að lokum fullbúnar tillögur fyrir ráðamenn í formi frumvarpa til laga, tillagna til þingsályktunar, niðurstaðna á skýrsluformi, tillagna sem lagðar eru fyrir sveitarstjórnir, ráðuneyti, stofnanir og svo framvegis. Í sama umhverfi gæti frumvarpsgerð ráðuneyta og Alþingis farið fram með því gagnsæi og þeim möguleikum á þátttöku borgaranna sem hentar í hvert sinn.

 

Ritstýring vefsins og framgangur hugmynda er unninn á opinn og hlutlægan hátt með sjálfvirkum aðferðum út frá þeim gögnum sem myndast við notkun borgaranna á kerfinu. Formleg og óformleg álitsgjöf og kosningar sem notendur taka þátt í verða nýttar á gagnsæjan hátt til þess að skera úr um framgang hugmynda allt frá frumstigum að fullvinnslu og framkvæmd.

 

Hugbúnaðurinn sjálfur verður með opinn grunnkóða (open source) þannig að virkni hans sé gegnsæ og að hann taki auðveldlega breytingum miðað við þarfir og tækni hvers tíma. Ákveðin frumgerð er í smíðum, en með tímanum munu verkferlar og viðmót taka breytingum og þroskast efir því sem reynsla fæst á kerfið. Hugveitan mun geta vaxið og dafnað eftir því sem áhugasamir byggja við hana og fá samþykktar frá sér uppfærslur og viðbætur. Það er vel þekkt fyrirbæri í hugbúnaðargeiranum og getur með þessum vettvangi yfirfærst á samfélagið allt. Margar hendur vinna létt verk.

 

Fyrst og fremst er Hugveitan verkfæri. Hún er viðbót við núverandi kerfi, tengist engri pólitískri stefnu og er óháð því hverjir gegna embættum í samfélaginu hverju sinni. Hún er einföld leið sem gefur umræðustjórnmálamönnum vettvang, athafnastjórnmálamönnum tilbúnar lausnir og þjóðinni tækifæri til að vera með, sýna frumkvæði og taka ábyrgð á sameiginlegri velferð sinni í samfélaginu.

Virkni:

 1. Sameiginlegur þingsalur og nefndavinnuaðstaða fyrir almenning og stjórnvöld á internetinu
 2. Eftir ákveðnum ferlum eru hugmyndir fullunnar á Hugveitunni þar til næg samstaða næst, en þá fara þær til endanlegrar ákvörðunar í stjórnkerfinu (Mynd 1)
 3. Almenningi gert kleift að vinna með raunhæfum hætti að málum frá frumstigum til fullvinnslu


Mynd 1. Myndin sýnir dæmi um feril lagafrumvarps gegnum almennt ferli Hugveitunnar.  Fái frumvarp synjun Alþingis gefst tækifæri á að vinna málið frekar með hliðsjón af umræðum á Alþingi.

Markmið:

 1. Virkja frumkvæði, hugmyndir, reynslu og þekkingu almennings til úrvinnslu samfélagslegra mála
 2. Auka gagnsæi stjórnkerfisins og efla gagnkvæman skilning milli almennings og stjórnvalda
 3. Tengja saman fólk sem vill vinna að svipuðum málefnum
 4. Opna almenningi leiðir til að koma málum sameiginlega á dagskrá alls staðar í stjórnkerfinu
 5. Gera samfélagsumræðuna markvissari, um leið og frumkvæði hennar er flutt milliliðalaust til almennings
 6. Flytja átakapunktana í samfélaginu frá flokkpólitískum línum yfir á þann efnislega ágreining sem er í hverju máli fyrir sig
 7. Auðvelda frjálsa samvinnu að skapandi viðfangsefnum á öllum sviðum mannlegs samfélags

Fyrir hvers konar verkefni virkar Hugveitan?

 • Fyrir allt sem við kemur verkefnum sem nú þegar eru á hendi stjórnvalda
  • Smíði lagafrumvarpa
  • mótun þingsályktana
  • hugmyndir til atvinnuuppbyggingar
  • sveitastjórnarmál
  • o.s.frv.
 • Fyrir mótun stefnu og framtíðarsýnar innan sem utan stjórnmálaflokka í stórum og smáum málaflokkum
 • Fyrir allt sem sjónarmið eru uppi í samfélaginu um að vera skuli á hendi stjórnvalda
 • Fyrir endurskoðun stjórnarskrár
 • Fyrir öll málefni sem við koma betra samfélagi

Hvers vegna virkar Hugveitan?

 1. Almenningur býr í heild yfir allri þeirri þekkingu og reynslu sem til staðar er innan stjórnkerfisins enda er fólkið sem starfar í stjórnkerfinu hluti, og aðeins hluti, af almenningi
 2. Fái almenningur greinarbetri upplýsingar um mál, með auknu gagnsæi, mun fólk með fjölbreytta menntun standa jafn vel að vígi í mörgum málum og fólkið innan stjórnkerfisins
 3. Flestir hafa einungis ástríðu fyrir takamörkuðum fjölda mála sem eru þeim þó mjög mikilvæg. Þessum málum væri fólk tilbúið að vinna að á áhrifaríkum vettvangi þó svo að það veigri sér við að leggja út í frama í pólitík
 4. Mörg mál sem fólk er að reka sig á í daglegu lífi eru ekki nógu stór til að verða að kosningamáli en gætu fengið farsæla úrlausn á Hugveitunni - margt smátt gerir eitt stórt
 5. Einn sameiginlegur samstarfsvettvangur, með öruggri auðkenningu, hefur möguleika á að vera skilvirkari og réttlátari lýðræðisvettvangur en bloggheimar og ýmsir misvel þekktir fjölmiðlar á neti, ljósvaka og prenti.  Hugveitunni er þó alls ekki ætlað að leysa þann fjölbreytileika af hólmi heldur koma sem viðbót.
 6. Ef ríkið byrjar að nota Hugveituna fyrir sína starfshópa og nefndir mun það auka gagnsæið gríðarlega
 7. Stjórnvöld með víðtækt umboð taka áfram lokaákvarðanir og geta því haldið utan um heildarstefnu samfélagsins. Þannig myndast rými fyrir skapandi þátttöku borgaranna í allri málefnavinnu án þess að um leið verði til kvöð á þá að sinna hagsmunagæslu í samkeppni hver við annan
 8. Búast má við að þetta hlaði utaná sig því að ein hugmynd getur af sér aðra

Hugveitan er:

 • Hugmynd sem ryður öðrum hugmyndum braut
 • Lýðræðisleg leið til að virkja einstaklingsframtakið í þágu samfélagslegra mála á samfélagslegum vettvangi
 • Annars vegar viðbót við núverandi stjórnkerfi og hins vegar stuðningur við framsæknar umbætur á því
 • Leið að eflingu lýðræðissamfélags
 

Kynningarblað

 

Hvað er Hugveitan?

Kynningarblað um Hugveituna

 

Framvindan

Vísir að Hugveitunni er nú í vinnslu í formi hugbúnaður fyrir sveitarfélög, félagasamtök og stjórnmálaflokka. Sjá:


Hugveitan samfélagslausnir ehf. | Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi | hugveitan (hjá) hugveitan.is | creatave commons, some rights reserved 2007

 

brunette teen xxx