logo


Beint rafrænt lýðræði Prenta út
Skrifað af Guðmundur Ágúst Sæmundsson   
Föstudagur, 02. Janúar 2009 15:52

Stundum er því hampað að með internetinu opnist möguleiki á því að kjósa heiman að frá sér eða hvaðan sem maður er staddur.  Þá heyrist einnig að með svo minnkuðu umstangi í kringum kosningar sé ekkert því til fyrirstöðu að almenningur kjósi um öll mál, eða svo gott sem. Þetta er vissulega möguleiki í stöðunni en á því eru þó ýmsir vankantar. Með nútímatækni getur beint rafrænt lýðræði orðið allt annað og meira en beinar rafrænar kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur. Það eru þeir möguleikar sem þessi síða gengur út á að kynna.

Mikilvægasti kostur internetsins í þágu lýðræðis er sá að borgararnir geti undirbúið málefni í samvinnu sín á milli, lagt þau fram að eigin frumkvæði og fengið þau afgreidd eftir skýrum reglum í stjórnkerfinu.

Að hafa kjörna fulltrúa er í raun ekki að missa gildi sitt með aukinni tækniþróun, vegna þess að slíkt fyrirkomulag er skynsöm verkaskipting í samfélaginu.  Með henni er létt af almenningi miklu álagi í tengslum við hagsmunagæslu og heildaryfirsýn svo að hver borgari hefur meiri tíma fyrir skapandi vinnu að þeim málum sem hann hefur mestan áhuga fyrir og mesta þekkingu á. Það sem verður þó að tryggja er að kjör fulltrúanna sé skynsamt og réttlátt og starfsumhverfi þeirra einnig.  Með aukinni þátttöku borgaranna í málefnavinnu fyrir samfélagið og með ákveðnum kerfisbreytingum að auki verður hægara um vik að tryggja það.

Á þessari síðu er kynnt hugmynd um viðbót við íslenskt stjórnkerfi, sem ætlað er að skapa réttlátt og skilvirkt aðgengi almennings að mótun samfélagsins í stærstu málum, minnstu málum og öllu þar á milli.


Með von um góðar viðtökur,

Guðmundur Ágúst Sæmundsson
hugveitan (hjá) hugveitan.is

 

Kynningarblað

 

Hvað er Hugveitan?

Kynningarblað um Hugveituna

 

Framvindan

Vísir að Hugveitunni er nú í vinnslu í formi hugbúnaður fyrir sveitarfélög, félagasamtök og stjórnmálaflokka. Sjá:

Efnisveita

 

feed-image RSS efnisveita

 


Hugveitan samfélagslausnir ehf. | Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi | hugveitan (hjá) hugveitan.is | creatave commons, some rights reserved 2007

 

brunette teen xxx