logo


Hvers vegna Hugveitan? Prenta út
Mánudagur, 26. Janúar 2009 21:37

Ef þér hugnast eitt eða fleira af eftirfarandi skaltu skoða nánar það sem finna má á þessari síðu:

 • að róttæk lýðræðisleg umbót verði gerð á stjórnkerfi Íslands
 • að almenningur fái stóraukin tækifæri til að láta rödd sína heyrast á þýðingamikinn hátt
 • að möguleikar internetsins verði nýttir á skynsamlegan hátt við útfærslu lýðræðislegra ferla
 • að stórauknir möguleikar almennings til þátttöku hafi ekki íþyngjandi eða ólýðræðislegar hliðarverkanir
 • að gagnsæi stjórnkerfisins verði aukið til muna
 • að almenningur hafi sinn eigin þingsal á internetinu samhliða Alþingi
 • að almenningur hafi opinn aðgang að fagmannlegum lýðræðislegum samstarfsvettvangi þar sem vinna má að lagafrumvörpum, skýrslum, þingsályktunum og fleiru – og almenningur velji viðfangsefni að eigin frumkvæði
 • að almenningur hafi – í krafti tiltekinnar samstöðu – sömu úrræði og þingmenn til framlagningar þingmála á Alþingi, þ.e.a.s. frumvarpa, fyrirspurna, ályktunna og skýrsla
 • að almenningur hafi tillögu og fyrirspurnarétt – í krafti tiltekinnar samstöðu – allsstaðar í stjórnsýslunni
 • að nefndastörf á vegum stjórnvalda fari fram á opnum vettvangi sem býður upp á þátttöku almennings og samfélagslegt eftirlit með tímamörkum og virkni
 • að almenningur stjórni þjóðfélagsumræðunni í meiri mæli
 • að hver og einn þingmaður færi stuttan persónulegan rökstuðning fyrir afstöðu sinni, eða afstöðuleysi, í öllum málum sem greitt er atkvæði um á Alþingi og birti hann á þar til gerðu vefsvæði

Allt þetta snertir einhvern flöt á hugmynd sem ég skrifaði lokaritgerð um í Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst sumarið 2007.

Stutt kynningarblað um kjarnahugmyndina úr ritgerðinni er að finna hér. Þar er henni lýst miðað við lágmarksbreytingar á núverandi kerfi en hugmyndin sem slík mun styðja vel við róttækar breytingar.

Nákvæmari og víðtækari lýsingu af hugmyndinni er að finna í ritgerðinni sjálfri sem nálgast má hér. Þar er einnig að finna umfjöllun um inntak lýðræðishugtaksins, gagnrýni á þá leið að breyta stjórnarskrá á tveimur þingum með kosningar í milli og fleira til.

Einhverjar hugmyndir sem ekki komust inn í ritgerðina eða sprottið hafa síðan henni var skilað er einnig að finna á síðunni eða eru væntanlegar innan skamms.  Þær snerta meðal annars:

 • að almenningur geti kosið persónur beinni kosningu til Alþingis
 • að kosning á persónum og kosning á stefnumálum verði aðskilin rétt eins og við á innan stjórnmálaflokka, á flokksþingum og í prófkjörum
 • að almenningur geti mótað tillögur að nýrri stjórnarskrá á þar til gerðu vefsvæði á jafnréttisgrundvelli
 • að almenningur gæti útbúið raðaðan lista yfir þau gildi sem hann vill að Ísland hafi í hávegum á hverjum tíma
 • að almenningur geti lagt fram og mótað stefnuskrár og verkefnalista til handa Alþingi á þar til gerðu vefsvæði
 

Kynningarblað

 

Hvað er Hugveitan?

Kynningarblað um Hugveituna

 

Framvindan

Vísir að Hugveitunni er nú í vinnslu í formi hugbúnaður fyrir sveitarfélög, félagasamtök og stjórnmálaflokka. Sjá:


Hugveitan samfélagslausnir ehf. | Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi | hugveitan (hjá) hugveitan.is | creatave commons, some rights reserved 2007

 

brunette teen xxx