logo


Ódýrara og betra stjórnlagaþing Prenta út
Skrifað af Guðmundur Ágúst Sæmundsson   
Fimmtudagur, 19. Mars 2009 01:23

Eftirfarandi grein birstist í Morgunblaðinu 5. apríl 2009:

 

"Það er tímabært að koma á stjórnlagaþingi, en ekki sama hvernig staðið er að því.  Frumvarpið sem liggur fyrir Alþingi nú gerir ekki ráð fyrir mikilli aðkomu almennings, aðeins hefðbundinni aðkomu kjósandans sem túlka á skoðun sína með krossi á blaði. Þetta er úreld nálgun og ekki til þess fallin að sátt verði um niðurstöðuna.   Virkja mætti allan almenning til markvissrar hugmyndavinnu og mótunar á nýrri stjórnarskrá með því að hagnýta tækni sem fyrir hendi er. Koma mætti upp stjórnlagaþingi á internetinu fyrir lítið brot af þeirri fjárhæð sem áætluð er í hugmyndir ríkisstjórnarinnar.  Sé rétt að því staðið má ná þeirri sátt sem stefnt skal að, öðruvísi ekki.

 

Kallað er eftir nýju lýðveldi eða í það minnsta gagngerum breytingum á núgildandi stjórnarskrá.  Kallað er eftir því að almenningur setji sér sjálfur nýjar grunnreglur fyrir samfélagið.  Þá er ekki aðalatriðið hversu frábrugðnar nýju reglurnar verða frá þeim gömlu heldur hitt að almenningur setji sér þær sjálfur.

 

Það er grundvallaratriði að þessari kröfu verði mætt.  Umgjörðin um stjórnun ríkisins, þessara samtaka sem við eigum öll aðild að, á ekki heima í höndum þeirra sem komist hafa til valda í ríkjandi kerfi hvers tíma.  Það á ekkert bara við núna heldur alltaf.  Það er beinlínis hættulegt að hafa hana í höndum ríkjandi valdhafa og getur leitt til óafturkræfrar einokunar á valdi.  Við getum spurt okkur hvort örli á slíku í núverandi kerfi.

 

Almenningi nægir ekki að stjórnkerfið líti út fyrir að vera lýðræðislegt og að flokkarnir setji upp lýðræðislegt bros fyrir kosningar. Almenningur á alltaf að hafa beina aðkomu að breytingum á stjórnarskrá og á að geta stofnað til þeirra að eigin frumkvæði og án þess að ríkjandi stjórnvöld geti staðið í vegi fyrir því með lögmætum hætti. Við búum ekki við lýðræði fyrr en því skilyrði er mætt.  Áhættan er engin því með einföldum hætti má tryggja að stjórnarskráin verði áfram sú kjölfesta sem henni er ætlað að vera og að vandað sé sérstaklega til verka við breytingar á henni. Tæknileg atriði geta tryggt þetta en ég held mig við grundvallaratriðin hér.

 

Tilraunir í rökræðulýðræði hafa sýnt að fái fólk að taka virkan þátt í ákvarðanaferli mótast skoðanir þess um viðkomandi mál. Þannig verður ríkari sátt um endanlega niðurstöðu heldur en ef kosið er beint milli ákveðinna valkosta.  Þessi áhrif ná til þeirra sem virkan þátt taka,  en síður til þeirra sem aðeins fá fregnir af niðurstöðunni og aðferðinni sem beitt var.  Það er í ferlinu sjálfu sem upplýsingar koma fram, rök mætast, skoðanir mótast og traust myndast.  Sáttin um stjórnarskrána verður því tæpast fengin með því að kjósa sérstaka fulltrúa beinni kosningu.  Sáttin fæst með því að allir sem vilja geti tekið þátt á jafnréttisgrundvelli. Að öðrum kosti förum við einnig á mis við hugmyndir og skarpskyggni fjölda áhugasamra og hæfileikaríkra einstaklinga.

 

Ég hef áður sett fram hugmyndir um hvernig opna megi almenningi leiðir til að vinna í sameiningu að málefnum samfélagsins á internetinu, þ.e.a.s. hvernig beina megi kröftum alls samfélagsins í brýn mál sem enda fyrir Alþingi sem frumvörp eða önnur þingmál.  Í anda þeirra hugmynda (sjá: http://www.hugveitan.is)  má útfæra stjórnlagaþing sem virkar. Rafrænt stjórnlagaþing sem er skilvirkt, sanngjarnt og öllum opið.

 

Það er komið að því að nýta mannauðinn og virkja almenning í hugmyndavinnu fyrir samfélagið.  Í því liggja tækifæri okkar til framtíðar."

 

 

Kynningarblað

 

Hvað er Hugveitan?

Kynningarblað um Hugveituna

 

Framvindan

Vísir að Hugveitunni er nú í vinnslu í formi hugbúnaður fyrir sveitarfélög, félagasamtök og stjórnmálaflokka. Sjá:

Efnisveita

 

feed-image RSS efnisveita

 


Hugveitan samfélagslausnir ehf. | Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi | hugveitan (hjá) hugveitan.is | creatave commons, some rights reserved 2007

 

brunette teen xxx